top of page

Skilmálar vefverslunar Hraunhaf 

 

Seljandi er Hraunhaf ehf., kt. 451020-1880, Fálkahraun 6, 220 Hafnarfjörður  

 

Öll verð eru með 24% vsk og allir reikningar gefnir út með 24% vsk 
Verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna. 
Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við kaup vegna rangra verðupplýsinga.  

 

Vefverslun Hraunhaf býður upp á tvær greiðsluleiðir. 
-Millifærsla á bankareikning 
-Kortagreiðslu á öruggu vefsvæði Rapyd.net 

 

Afhending vöru 
Allar vörur eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir að greiðsla hefur borist. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunar.  

Hægt er að velja um tvo afhendingar möguleika í vefverslun. 
-Frí afhending á höfuðborgarsvæðinu. 
-Íslandspóstur. Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspósts á hverjum tíma og greiðist af viðtakanda. 

 

Gölluð vara 

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. 
Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 
og laga um neytendakaup. 

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur 

Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaup og er vara endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt: 

• Varan skal vera ónotuð. 

• Vara skal vera í söluhæfu ástandi. 

• Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum. 

• Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni. 

• 14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. 

Endursenda má vöru til Hraunhaf efh. Fálkahraun 6, 220 Hafnarfjörður. 

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. 

 

Meðferð persónuuplýsinga 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. 

bottom of page